Merino | A4.is

Merínóull

Merínóull er eitt vinsælasta efni í heimi, enda kostir hennar fjölmargir. Ullin er unnin af merínófé, sem er þekkt fyrir fíngerða ull, og er ódýr, endingargóð, vatnsheld, einangrandi og einstaklega mjúk. Hún er t.d. mjög vinsæl í undirflíkur vegna mýktarinnar og vegna þess að hún viðheldur þægilegum líkamshita í öllum veðrum. Merínóullin kemur í mismunandi grófleika og sé fínni merínóull blandað við t.d. silki eða kasmír verður útkoman einstök.

Nokkrir kostir Merínóullarinnar eru þeir að hún:

  • er 100% niðurbrjótanleg
  • er jafn mjúk og náttúruleg bómull
  • er endingargóð og sterk
  • er mjög einangrandi
  • hrindir frá sér vatni og dregur í sig um 30% af vatninu áður en hún fer að verða blaut viðkomu
  • er með þann eiginleika að viðhalda þægilegum líkamshita í öllum veðrum, hvort sem er í kulda eða hita
  • ertir ekki húðina og veldur ekki kláða eins og ull gerir gjarnan