Lubbi finnur málbein | A4.is

Lubbi finnur málbein

FOR330806

Lubbi finnur málbein.

Höfundar: Þóra Másdóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir.

Lýsing: Bókin um Lubba er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Höfundar bókarinnar eru talmeinafræðingar og hafa áralanga reynslu af talþjálfun barna. Í bókinni nýtist sérfræðiþekking þeirra bæði börnum sem glíma við erfiðleika í máltöku og hinum sem læra málið án vandkvæða. Efnið stuðlar einnig að auðugri orðaforða og ýtir undir skýrari framburð.

Í bókinni er sérhvert málhljóð er kynnt með stuttri sögu, skemmtilegri vísu eftir Þórarin Eldjárn og glæsilegum myndum eftir Freydísi Kristjánsdóttur. Á diski sem fylgir bókinni syngja börn úr Skólakór Kársness allar vísurnar við alþekkt lög.

Útgefandi: Forlagið/MM, 2009.