Ljósa - kilja | A4.is

Ljósa - kilja

FOR221287

Ljósa, kilja.

Ath.: Sérpöntunarvara - Viðmiðunarverð!

Höfundur: Kristín Steinsdóttir.

Lýsing: Ég var ekki há í loftinu þegar hann gerði fyrst vart við sig. Fuglinn sem átti eftir að verða órjúfanlegur hluti af lífi mínu. Hann þandi vængina, söng og fyllti á mér brjóstið. Af hverju fór hann að þrengja sér upp um hálsinn á mér? Reyna að kæfa mig. Varna mér svefns um nætur. Leggjast ofan á mig og kremja.

Ljósa elst upp seint á nítjándu öld undir hvelfdum jökli með víðsýni yfir sjó og sanda. Hana dreymir um framtíð þar sem hamingjan ríkir og sólin skín. En veruleikinn ætlar henni annað; þrátt fyrir góð efni og ástríka fjölskyldu vofir yfir henni ógn sem gefur engin grið.

Kristín Steinsdóttir hóf höfundarferil sinn þegar hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1987. Hún hefur skrifað á þriðja tug bóka og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, meðal annars Norrænu barnabókaverðlaunin, Sögustein og Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna. þá var skáldsagan Á eigin vegum tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Ljósa er þriðja skáldsaga Kristínar fyrir fullorðna, hrífandi frásögn um gleði og sorgir einstakrar konu.

Útgefandi: Forlagið, 2011.