Lesum lipurt fyrir Tóta trúð - 2 bækur | A4.is

Kynningartilboð  -20%

Lesum lipurt fyrir Tóta trúð - 2 bækur

HJA933157

Lesum lipurt fyrir Tóta trúð 1. hefti og 2. hefti. Bækurnar eru ætlaðar byrjendum í lestri og lögð áhersla á að æfa mjög vel hvern staf, hvert hljóð og tengingu milli hljóða. Lestextinn er einfaldur, sérstaklega í byrjun, þannig að börnin finni fljótlega fyrir getu sinni og hafi ánægju af lestrinum. Í bókunum eru ýmis önnur verkefni sem tengjast nefnihraða, hljóðgreiningu, rökhugsun, athygli o. fl.

Með bókunum er hægt að kaupa sérstök stafaspjöld, sem einkum eru ætluð fyrir kennara við stafainnlögn og kennslu í heimakrók. Á hverju spjaldi er mynd og stafur og romsa til að þylja um stafinn. Einnig eru ýmsar tillögur að heimspekilegum umræðuefnum sem nýtast vel við að auka orðaforða og efla málskilning. Loks eru verkefni sem heita „Tungubrjótur“. Þau eru ætluð til að þjálfa talfærin og talvöðvana með áherslu á skýran og réttan íslenskan framburð.

Framleiðandi: Hjalli