Lesa og skilja 13. hefti | A4.is

Lesa og skilja 13. hefti

THO714548

Lesa og skilja 13. hefti. 16 hefta verkefnasafn í hljóðlestri sem nemendur geta unnið í sjálfstætt (án aðstoðar). Heftin frá 1 - 12 þyngjast stig af stigi í samræmi við byrjunarkennslu í hljóðaaðferð. Fyrst eru ein- og tvíkvæð samhljóðasambandalaus orð, síðan koma orð með tvöföldum samhljóða, þá samhljóðasamböndin hvert af öðru og loks orð með helstu frávikum frá hljóðréttum framburði. Heftin frá 13 - 16 taka fyrir orðaforða á tilteknum sviðum: a) húsdýrin og umhverfi þeirra (kýrin, kindin, hesturinn), b) samgöngutæki á landi, sjó og í lofti, c) húsakostur fyrr og nú og d) veiðar, fiskvinnsla og heyskapur. Þórsútgáfan.