Leap 24-7 skrifborðsstóll, höfuðpúði, 4D armar, svart Fame, svartur kross | A4.is

Leap 24-7 skrifborðsstóll, höfuðpúði, 4D armar, svart Fame, svartur kross

STL462200SV247

Þessa vöru getur þú skoðað og prófað í sýningarsal húsgagna í Skeifunni 17.



Leap 24/7 skrifborðsstól frá Steelcase er hágæða skrifborðsstóll sem er vinnuvistfræðilega hannaður fyrir hvaða skrifstofu sem er.


Leap skrifstofustóllinn er með fjölmargar stillingar og veitir fullan stuðning fyrir mismunandi líkamsform og stærðir.



Steelcase stundar öfluga rannsóknarstarfsemi og er Leap með marga vinnuvistfræðilega þætti sem er beinlínis hægt að


rekja til þeirra rannsókna. Þessi eiginleikar gera Leap eins öflugan og sveigjanlegan eins og hryggur mannslíkamans er.



Helstu eiginleikar:


Sveigjanlegt bakið tryggir að bakstuðningur er alltaf til staðar


Aðskilin stjórn á efri og neðri hluta baks tryggir stuðning fyrir allar stærðir notenda


Stjórnanleg mótstöðustilling á baki


Mjóbaksstuðningur


Dýptarstilling setu


Stillanlegir 4D armar


Hækkanlegur


Leap 24/7 stóllinn er með sérstaklega slitþolnu áklæði.



Hægt að fá höfuðpúða


Hægt að velja um fjölmarga liti og áklæðistegundir


Hægt að fá hjólakross í máluðum gráum lit eða með burstuðu áli



Eigum svartan 24/7 stól með höfuðpúða á lager.



Tvær aðrar gerðir af Leap eru í boði sem sérpöntun.


Leap Standard hefur ótrúlega marga stillingarmöguleika og tryggir fullan stuðning fyrir fólk af mismunandi stærðum með ólíka líkamsbygginngu.


Leap Plus stóllinn er með 18% stærri setu og 12% breiðara baki, þykkari og breiðari sætissessu og háþrýstitjakki auk þess sem þvermál undirstöðu hefur verið aukið til að næta þörfum stórvaxnari notenda.


Leap Plus er hannaður fyrir notendur allt að 230 kg.



Steelcase er leiðandi í ábyrgð. Steelcase Global Warranty = Ábyrgð í sérflokki



12 ára Steelcase ábyrgð á öllum hreyfanlegum hlutum


Lífstíðarábyrgð á sætisskel, ytri bakskel, undirstelli og fóthring


Leap 24/7 er vottaður skv. EN 1335-1. EN1335-2, EN ISO 9241-5, BS 5459:2000

Áklæði Fame er vottað með EU Ecolabel og OEKO-TEX STANDARD 100.

Slitþol Fame á kvarða Martindale eru 200.000 snúningar.


5 ára ábyrgð á áklæði



Framleiðandi: Steelcase


Framleiðsluland: Frakkland



Komdu til okkar í sýningarsalinn í Skeifunni 17 og prófaðu vöruna og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.