Las Vegas Royale | A4.is

Las Vegas Royale

RAV269181

Prófaðu hvort þú sér heppinn með teningana í glitrandi og spennandi heimi Las Vegas.

Fyrir 2 til 5 spilara
Tími : 45 – 60 mínútur
Aldur : 8 ára og eldri

Las Vegas er frábært spil! Það er auðvelt og ótrúlega skemmtilegt, og allir geta spilað það! Í þessari nýju og endurbættu útgáfu fylgja með 12 viðbótarflísar sem gera Las Vegas Royale enn skemmtilegra..
Í grunninn er þetta einfalt: að eignast mestan pening, og til þess er teningum kastað.

Á borðinu eru sex hótel, merkt 1-6 og peningur í boði við hvert þeirra.

Leikmenn fá átta teninga á mann og í hverri umferð þarftu að kasta og setja teninga af einni tegund á samsvarandi kasínó. Ásar fara á ása-hótelið, tvistar á tvista-hótelið og svo framvegis. Þegar allir leikmenn hafa sett alla teninga út á borðið þá fá þeir pening eftir því hver á flesta teninga á hverju hóteli.

Helsta skemmtun spilsins er nefnilega skemmtunin við að keppa um hótelin og að sjá aðra spilara núlla hvorn annan út með því að vera með jafn mikið af teningum á sama hótelinu!

Framleiðandi : Ravensburger