Labyrinth Villains | A4.is

Labyrinth Villains

RAV274383

Ravensburger

Disney Villains er margverðlaunað spil – einskonar vondukarla-útgáfa af hinu klassíska Labyrnith spilinu þar sem leikmenn reyna að koma peðunum sínum í gegnum völundarhús til að finna hluti sem þar leynast. Þegar þú átt leik færðu eina flís til að setja í völundarhúsið, til að reyna að smíða leið fyrir þitt peð að hlutnum. Svo máttu hreyfa peðið eins langt og það kemst að hlutnum. Þá á næsti leikmaður leik, og tekur flísina sem féll af borðinu þegar þú settir þína í, og svo koll af kolli.

Nánari upplýsingar:
• Aldur: 7 ára og eldri
• 2-4 leikmenn
• Leiktími: 20 mínútur
• Enskar leiðbeiningar

Ravensburger