
Kúlutússpenni FriXion Ball Plus+ 0,7mm
PI669699
Lýsing
FriXion Ball Plus+ er frábær penni sem ekki einungis er gott að skrifa með heldur er líka hægt að stroka út blekið á einfaldan hátt. Blekið er hitanæmt og virðist fyrst um sinn vera eins og hvert annað blek en þegar farið er yfir það með strokleðrinu á toppi pennans hverfur það eins og dögg fyrir sólu. Þú getur lesið meira um FriXion hér.
Penninn fyrir umhverfisunnandi notendur.
Framleiddur með Eco Mark vottun frá Japan Environment Association (JEA).
- Litur: Svartur
- 0,7 mm oddur
- Þríhyrnt grip fremst á penna
- Auðvelt að skipta um fyllingu
- 82% pennans er endurunnið plast
Framleiðandi: PILOT
Eiginleikar