Auto Store í A4 | A4.is

A4 tekur stórt skref inn í framtíðina – róbótar mættir í vörutínslu 🚀

Á síðasta ári fórum við hjá A4 að skoða framtíðarlausnir fyrir vöruhúsið okkar. Eftir ítarlega greiningu fundum við samstarfsaðila okkar, Element Logic, og ákváðum við að innleiða AutoStore kerfið, tækni sem leiðandi fyrirtæki í heiminum, eins og Boozt, hafa þegar innleitt hjá sér.

Með þessari innleiðingu tökum við risastórt skref inn í framtíðina.

AutoStore gerir það að verkum að þegar viðskiptavinur pantar í vefverslun okkar, hefjast róbótar strax handa við að tína. Þeir sækja vörurnar og afhenda starfsmanni sem pakkar þeim inn. Þannig sjá róbótar nú um vörutínslu í vöruhúsi okkar ásamt okkar frábæra fólki. Innleiðingin markar því sannarlega tímamót í rekstri.

Markmið verkefnisins var að auka hraða og áreiðanleika afhendinga, nýta vöruhúsið betur og bæta vinnuumhverfi starfsmanna.

Eftir að hafa skoðað lausnina hjá öðrum fyrirtækjum kom í ljós að starfsánægja er meiri þar sem AutoStore er í notkun og starfsfólk vill ekki fara til baka eftir að kerfið hefur verið innleitt.

Innleiðingin gekk ótrúlega vel og má þakka það metnaðarfullu starfsfólki okkar sem vann sleitulaust að verkefninu og sá til þess að Kubburinn – eins og kerfið hefur verið nefnt – reis í vöruhúsi okkar.