Korter - kilja, - Skiptibók | A4.is

Korter - kilja, - Skiptibók

NOT799796

Korter - kilja, Skiptibók.

Ath.: Notuð bók - Skiptibók!

Höfundur: Sólveig Jónsdóttir.

Lýsing: Ég vissi ekki að þú tækir hringinn af þér áður en þú ferð á djammið. Stundum veiða menn meira út á það að vera giftir, hef ég heyrt. Hefur þú heyrt það, Baldur? Silja fann hvernig röddin varð harkalegri og hana var farið að verkja í sárið á hendinni.

Ég geri nú bara mest lítið þessa dagana. Er að leita mér að vinnu. Eða á að vera að leita mér að vinnu. Svo er ég soldið mikið í þessu bara, bætti hún við og lyfti glasinu og sígarrettunni.

Korter fjallar um fjórar dætur Reykjavíkur sem eiga fátt sameiginlegt annað en umhverfið í 101 og griðastaðinn Café Korter í Bankastræti.

Hressileg saga um ástina og lífið sem spannar allt litróf mannlegra tilfinninga.

Útgefandi: Forlagið/MM, 358 bls., kilja, 2012.