Kluster | A4.is

Kluster

NG9730018

Kluster er skemmtilegt spil sem tekur stuttan tíma að spila og er einfalt og auðvelt að læra. Leikmenn skipta segulsteinum á milli sín og skiptast svo á að setja einn stein inn á svæði sem er afmarkað með snúru. Sá leikmaður sem fyrstur nær að losa sig við alla steinana sína sigrar. Hljómar einfalt? Já en það þarf þó að passa sig, því ef steinar smella saman þegar nýr steinn er settur inn á svæðið, þarf viðkomandi leikmaður að taka alla til sín og losa enn fleiri steina. ATH. Í spilinu eru mjög sterkir seglar og það þarf að gæta vel að því að börn gleypi þá ekki. Haldið seglunum frá raftækjum og lækningatækjum á borð við gangráða.


  • Fyrir 14 ára og eldri
  • Fjöldi leikmanna: 1-4
  • Spilatími: 10-20 mínútur
  • Höfundar: Paula Henning og Robert Henning
  • ATH. Í spilinu eru mjög sterkir seglar og það þarf að gæta vel að því að börn gleypi þá ekki
  • ATH. Haldið seglunum frá raftækjum og lækningatækjum á borð við gangráða
  • Merki: Unglingaspil, fullorðinsspil, möndlugjöf, félagsmiðstöð, partýspil, fljótlegt spil, fjölskylduspil


Aðferð: Leikmenn skipta segulsteinum á milli sín og skiptast svo á að setja einn stein inn á svæði sem búið er að afmarka með snúru. Ef steinar smella saman þarf viðkomandi að taka steinana aftur til sín. Sá leikmaður sem fyrstur nær að losa sig við alla sína steina sigrar.