KING OF THE DICE – KONUNGUR TENINGANNA | A4.is

KING OF THE DICE – KONUNGUR TENINGANNA

Loksins ertu kóngur! Allir draumar þínir hafa ræst. Þú situr í rólegheitum í kastala þínum og lítur út yfir dásamlegt konungsríki þitt. Grænir hagar, smjör drýpur af hverju strái, há fjöll og tærar ár teygja sig eins langt og augað eygir … en eitt vantar í ríki þitt: þegna! Svo þú ferð að hrópa kosti konungsríkisins yfir allt landið — í ríku borgunum, til klikkuðu dverganna í vinnustofunum sínum og í námunum, og líka til orkanna, álfanna og lærlinga töframannsins.

En það er ekki auðvelt að sannfæra þau; aðrir kóngar eru líka að reyna að fá þau til sín. Þess vegna þarft þú að beita öllum þínum hæfileikum og heppni til að ná í bestu þegnana til konungsríkisins þíns. En gættu þín á þorpsfíflunum og drekunum. Þau eyðileggja ríki þitt og neyða þig til að horfa upp á einhvern annan vera krýndan Konung Teninganna!

Innihald

 • 6 teningar
 • 65 spil (15 þorp, 10 þorpsfífl og 40 þegnar)
 • Leiðbeiningar

Upphafið :

Flokkaðu spilin saman í 3 mismunandi stokka -  þorp, þorpsfífl og þegna. Hver tegund hefur sinn lit á bakinu. Það gerir það auðveldara að flokka þau.

 1. Flokkaðu þorpsspilin í 5 bunka eftir litnum að framan. Í hverjum þessara bunka ætti spil númer 4 að vera á botninum, svo spil númer 3 og efst ætti að vera spil númer 2. Næst raðar þú þorpunum upp í eftirfarandi röð: Borg (gulur) - Náma (brún) - Vinnustofa (blá) - Orkaþorp (græn) - Töfraskógur (fjólublá)
 2. Stokkaðu þegnaspilin og settu þau á grúfu vinstra megin við þorpin. Taktu efstu fimm spilin úr bunkanum og settu þau eitt af öðru, frá vinstri til hægri, fyrir neðan þorpin.
 3. Stokkaðu þorpsfíflin, láttu þau snúa upp, og settu þau aðeins frá hinum spilunum, til hægri við þegnana. Hafðu pláss fyrir það sem er hent frá, á milli þorpsfíflanna og þegnanna. Taktu teningana til.

Svona er spilað :

Spilað er réttsælis. Elsti kóngurinn fær heiðurinn af því að hefja spilið. Ein lota hjá leikmanni á sér þrjú skref:

 1. Kasta teningunum
 2. A) Eignast nýja þegna og möguleika á að stofna nýtt þorp – eða – B) Eignast þorpsfífl
 3. Fylla upp í röð spilanna

1. Spila

Taktu teningana sex og kastaðu þeim á borðið til að eignast einn þegn sem snýr upp — helst einn með sem hæsta stigatölu á sér. Stigin á spilunum eru í efra vinstra horni þeirra. Eftirfarandi reglur gilda um að kasta teningunum:

 • Þú mátt mest kasta þrisvar sinnum.
 • Eftir hvert kast máttu taka eins marga teninga og þú vilt frá, og kasta restinni aftur.
 • Í þriðja kastinu máttu líka kasta teningum sem þú varst búin(n) að taka frá.
 • Eftir þriðja kastið eru teningarnir taldir saman. Þú mátt hætta fyrr til að telja teningana saman, ef þú vilt.

2A Eignast nýja þegna

Ef þú getur uppfyllt skilyrðin á einhverjum þegnanna, þá máttu taka það spil. Ef þú uppfyllir skilyrði á fleira en einu spili, þá þarftu að velja á milli þeirra. Spilið sem þú velur fer í bunka sem snýr upp hjá þér, svokallaðan kóngabunka.

Skilyrði hvers þegnaspils eru útskýrð aftast í bæklingnum.

Stofna nýtt þorp

Svo konungsríki þínu gangi vel þarft þú ekki aðeins að laða að þér þegna, heldur líka stofna ný þorp. Ef þegnaspil hvers skilyrði þú hefur uppfyllt er undir samlitu þorpsspili, þá máttu taka bæði spilin og setja í kóngabunkann þinn.

2B Taka þorpsfífl

Ef þú nærð ekki að uppfylla skilyrði neins þegnaspils í þremur köstum, þá þarftu að taka þorpsfífl og setja það í kóngabunkann þinn. Mínusstigin á því verða dregin frá stigunum þínum við lok spilsins. Þú þarft líka að taka þegnaspilið lengst til hægri og setja það í frákastbunka.

3 Fylla upp í röð spilanna

núna er eitt tómt pláss í röð þegnaspilanna. Færðu öll spilin sem eru til vinstri við gatið, eitt pláss til hægri, svo tóma plássið er nú hægra megin við þegnabunkann. Dragðu nýjan þegn úr bunkanum og settu í tóma plássið.

Athugið: Ef þú tekur dávaldinn (sjá lýsinguna á dávaldinum) og aukaspilið sem honum fylgir, þá þarftu að fylla í tvö pláss.

Lok spilsins

Spilinu lýkur um leið og einhver tekur síðasta spillið úr einum eftirfarandi bunka:

 • Þegnar
 • Þorpsfífl
 • Eitt þorpanna

Hver leikmaður tekur kóngsbunkann sinn og leggur saman stigin sín. Mínusinn fyrir þorpsfíflin og drekana er svo dreginn frá.

Sá leikmaður sem hefur flest stig sigrar spilið. Ef það er jafntefli, þá vinnur sá sem er með fæst mínusstig.

Yfirlit spilanna

Ríkur snobbari

Allir teingarnir sex verða að sýna annað hvort slétta tölu eða oddatölu.

Hrokafullur álfur

Þú verður að hafa heila röð talna með eins mörgum teningum og sést á spilinu.

Áhrif: Þegar þú átt að gera næst og þetta spil er efst í kóngabunkanum þínum, þá máttu kasta fjórum sinnum í stað þrisvar sinnum.

Pirraður dvergur

Sami fjöldi teninga og sést á spilinu þarf að sýna sömu tölu og þeir teningar sýna.

Klikkaður dvergur

Klikkaður dvergur

Sami fjöldi teninga og sést á spilinu þarf að sýna sama lit og teningarnir sýna.

Krúttlegur orki

Tölurnar á teningnum þurfa að vera pör eða hópur; hvert form þýðir eina tölu að eigin vali. Taktu samt eftir að mismunandi form verða að tákna mismunandi tölu. Þú ræður hvaða tölu hvert form táknar. Fjöldi teninga á spilinu sýnir hve marga teninga þú þarft að nota.

Furðulegur sveppadrýsill

Fjöldi teninga á spilinu þar að sýna sama litinn. Leikmaður má velja hvaða litur það er, og þarf ekki að velja áður en hann kastar.

Hæfileikaríkur lærisveinn töframannsins

Sami fjöldi teninga og er á spilinu þarf að sýna sama lit.

Áhrif: Ef þú færð þetta spil, þá máttu gera strax aftur.

Upptekinn álfur

Sami fjöldi teninga og er á spilinu þarf að syna sama lit.

Sérstök stigagjöf: Þeim mun fleiri svona spil sem þú færð, þeim mun fleiri stig færðu fyrir hvert spil við lok spilsins. Ef þú færð eitt svona spil, þá færðu eitt stig. Fyrir tvö spil færðu tvö stig fyrir hvert svona spil sem þú átt, og svo koll af kolli.

Dávaldurinn

Summa allra teninganna þinna má ekki vera meiri en 12.

Áhrif: Ef þú getur tekið þetta spil, þá máttu líka taka þegninn (og þorpið, ef það er í sama lit) hægra megin við dávaldinn. Ef dávaldurinn er lengst til hægri, þá færðu ekkert aukaspil.

Dreki

Summa allra teninganna þinna verður að vera jafnt og eða hærri en á spilinu.

Áhrif: Ef þú tekur þetta spil, þá verður þú að gefa það öðrum leikmanni. Sá verður að setja spilið efst á kóngabunkann sinn. Við lok spilsins eru þessi mínusstig dregin frá stigum þessa leikmanns.

 

Góða skemmtun!