Wasgij Christmas 20: Spirit of Christmas | A4.is

Wasgij Christmas 20: Spirit of Christmas

NG551110100334

Göturnar í London iða af lífi þar sem fólk er að klára jólagjafainnkaupin og útrétta áður en jólin ganga í garð. En hvers vegna hafa gangandi vegfarendur stoppað? Amma og afi líta út fyrir að hafa séð draug liðinna jóla, krakkarnir nýta tækifærið til að grípa með sér gjafir og Skröggur sjálfur, nýkominn úr neðanjarðarlestinni, hefur séð brot frá jólum framtíðarinnar. Hvað veldur? Þú kemst að því þegar þú hefur lokið við púslið. Wasgij? eru skemmtileg og öðruvísi púsluspil þar sem kassinn sýnir ekki myndina sem á að púsla heldur eingöngu mynd sem gefur vísbendingu um það sem á að púsla.


  • Fyrir 12 ára og eldri
  • 1000 bitar
  • Stærð: 68 x 49 cm
  • Framleiðandi: Jumbo
  • Fjölskyldupúsl, ráðgátupúsl, vísbendingapúsl, jólapúsl