Johanson Opus lár hægindastóll með eða án arma | A4.is

Johanson Opus lár hægindastóll með eða án arma

JHVEFOPUS

Opus

Hönnuðir: Böttcher & Kayser

Stílhreinn og þægilegur stóll í boði með háu eða lágu baki og valmöguleika með eða án arma.

Hönnunin einkennist af flæðandi og skýrri línu, skilgreindum mjúkum útlínum, sætisskel með táknrænum og vel samræmdum bakboga sem gefur húsgögnunum skýran og nútímalegan karakter.

Böttcher & Kayser er hönnnunarstúdíó í Berlín sem stofnað var árið 2007 og starfar á sviði neysluvöru, húsgagna, lýsingar og innanhússhönnunar. Eiga þeir félagar fjölbreytt úrval húsgagna í vöruvali Johanson Design.

Framleiðandi: Johanson Design

Ábyrgð: 5 ár gegn framleiðslugöllum

Komdu til okkar í Skeifuna 17 og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.