Húsgögn frá Johanson

Húsgögn frá Johanson

Það var árið 1953 sem Börje Johanson fékk þá hugmynd að sauma púða og stofnaði fyrirtæki utan um þá starfsemi. Hugmyndin vatt fljótt upp á sig og með vönduðum vinnubrögðum ásamt áherslu á skandinavíska hönnun hefur Johanson náð alþjóðlegri hylli. Framleiðslan fer að langmestu leyti fram í Markaryd í Svíþjóð sem gefur fyrirtækinu fulla stjórn á öllu ferlinu. Mikið úrval áklæða ásamt 399 litamöguleikum fyrir alla járn hluti húsagagnanna tryggja nánast endalausa valmöguleika, auk þess sem afhendingartíminn er stuttur. Johanson eru líka með gæða- og umhverfismálin á hreinu því fyrirtækið starfar eftir ISO 14001 staðlinum og er með vottanir frá Nordic Ecolabel og Möbelfakta. Endingartíminn er fyrirtækinu líka hugleikinn og allar vörur eru vandlega gæðaprófaðar.

Hægt er að nálgast bæklinga frá Johanson hér