HomeFit skápur svartur og rafhækkanlegt borð hnota | A4.is

HomeFit skápur svartur og rafhækkanlegt borð hnota

EROHOMEFIT40BL

Þessa vöru getur þú skoðað og prófað í sýningarsal húsgagna í Skeifunni 17.

HomeFit©! Hin fullkomna heimskrifstofa frá Vepa Hollandi.
Tekur lítið pláss og virkar sem fallegur skápur þegar ekki er verið að nota sem skrifborð með rafhækkanlegu borði.
Á þessum sérstöku tímum þegar margir eru að vinna heima er nauðsynlegt að hafa góða vinnuaðstöðu til að fólki líði vel og vinni vel.
Ef þú hefur þann lúxus að hafa sérstakt vinnuherbergi, muntu líklega velja rafstillanlegt skrifborð og góðan skrifstofustól.
Hins vegar hafa ekki allir pláss fyrir slíka heimaskrifstofu. Þess vegna erum við með HomeFit©!
Með aðeins 105 cm. breidd og 30 cm. dýpt er HomeFit© ekki stærri en skóskápur eða stór ferðataska!
Einstök hönnun mun tryggja að HomeFit© falli óaðfinnanlega inn í hvaða herbergi sem er.

Að breyta úr fallegum skáp í fullvirka vinnustöð er hægt að gera á fljótlegan og auðveldan hátt með því að opna hurðirnar og lyfta upp borðplötunni. Á borðplötunni eru einnig stýringar fyrir hæðarstillingu.
Handhægur geymslubakki er í skápnum þar sem er pláss fyrir vinnutengt efni eins og fartölvu, mús, möppu eða vinnuskjöl.

Heima, eins og á skrifstofunni, er mikilvægt að hafa möguleikann að vinna sitjandi og standandi til skiptis. Það er oftast ekki hægt við eldhúsborðið með sína föstu sethæð.
HomeFit© er fagleg vinnustöð fyrir heimilið; að fullu rafstillanleg á hæð frá 68-118 cm. þannig að hægt sé að vinna í réttri hæð bæði sitjandi og standandi.
Þökk sé fullkominni stærð er alltaf staður þar sem HomeFit© er upp á sitt besta.

Helstu kostir HomeFit©:
Rafhækkanlegt skrifborð er hluti af skápnum.
Borð hækkanlegt frá 68 cm. uppí 118 cm.
Breidd borðplötu er 95 cm. og dýpt plötu er alls 80 cm.
Málin á skápnum sjálfum eru 68x105x30 cm. (HxBxD).
Rafgrindin er svört í öllum útgáfum.
Standard útgáfur eru þrjár:
- hvít með hvítri borðplötu,
- svört með eikarborðplötu,
- náttúruleg eik með eikar borðplötu.

Framleiðandi: Vepa Hollandi
3 ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum

Komdu til okkar í Skeifuna 17 og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.