Heckmeck | A4.is

Heckmeck

SPISPSF152001

Heckmeck - fjölskylduspil

Lítið og nett, auðvelt að taka með sér hvert sem er.
Hægt að spila utandyra í íslenskri golu, og auðvitað í blankalogni hvar sem er.

Þegar þú átt leik kastar þú átta teningum og mátt velja eina tegund til að geyma til hliðar. Síðan heldur þú svona áfram þar til það sem þú ert búin að taka til hliðar nær samtölu sem er jöfn einhverjum ormi á grillinu og færð að taka hann. Ef þú kemst ekki upp í nógu háa tölu eða getur ekki tekið fleiri teninga þá þarftu að skila orm sem þú hefur fengið.

Auðvelt að læra og gaman að spila.

Aldur : 8 ára og eldri
Fjöldi : 2 - 7 leikmenn
Spilatími : 20 mín.
Höfundur Reiner Knizia