




Hátalari Happy Plugs JOY
ECL232615
Lýsing
Taktu uppáhaldstónlistina þína með þér í partíið, útileguna, sumarbústaðinn eða hvert sem er. Njóttu þess að hlusta á góða hljóðbók á meðan þú slakar á í baði eða stilltu á spennandi hlaðvarp þar sem þú ferð eins og stormsveipur um húsið og þrífur það hátt og lágt. Möguleikarnir með þessum fyrirferðarlitla þráðlausa hátalara eru endalausir!
Happy Plugs Joy Speaker er frábær, þráðlaus hátalari sem sameinar stíl, gæði og þægindi í fyrirferðarlitlum og fallegum pakka. Búinn 45 mm drifi skilar hann tæru og góðu hljóði svo hvort sem þú ert að hlusta á uppáhaldslögin þín, góða hljóðbók eða taka þátt í fjarfundi tryggir hátalarinn að þetta skili sér allt á sem bestan hátt. Hann er með innbyggðum hljóðnema svo þú getur einnig svarað símtölum og talað í símann án nokkurrar fyrirhafnar.
Hátalarinn er auk þess með IPX4 vatns- og rykvörn og fæst í fjölbreyttum litum. Hægt er að tengja saman tvo þráðlausa Joy hátalara og fá þannig fullkomið stereó. Happy Plugs Joy sameinar stíl, gæði og þægindi.
- Litur: Svartur
- USB-C hleðslusnúra fylgir
- Bluetooth 5.3
- Hleðsla endist í allt að 8 klst.
- Þyngd 192g
- Koma í endurvinnanlegum pakkningum
Framleiðandi: Eclectic
Eiginleikar