Gifssett fyrir handa- og fótaför barns
PD500862
Lýsing
Búðu til fallega minningu með þessu setti sem inniheldur grunnhluti sem þarf til að steypa tvö handa- og fótaför barnsins í gifs. Það sem ekki er í pakkanum en þarf til verksins, og ætti líklega að vera til í eldhúsinu, er hveiti, salt án joðs, volgt vatn og matarolía. Leiðbeiningar fylgja með og það borgar sig að lesa þær yfir áður en hafist er handa.
- 2 x 500 g gifs (dugar í 2 myndir)
- Plastmót fyrir afsteypu, 22 x 16 cm
- Lakk 3 x 20 ml: Hvítt, ljósbleikt, ljósblátt
- 1 pensill
- 356 límmiðar með bókstöfum í hástöfum og lakk til að festa þá á gifsið
- 2 pinnar til að búa til göt á afsteypuna
- 3 borðar til að hengja afsteypurnar upp: Hvítur, ljósbleikur, ljósblár
- Sandpappír, 1 örk
- Leiðbeiningar á ensku, dönsku, norsku, finnsku, sænsku, þýsku og hollensku fylgja
- Ekki í pakkanum en þarf: Hveiti, salt án joðs, volgt vatn, matarolía
- Framleiðandi: Panduro