Fyrir skapandi líf - A4 | A4.is

Lille Lerke - úr himneskri blöndu

Lille Lerke - úr himneskri blöndu

Lille Lerke frá Dale er mjúkt og endingargott garn; blanda af merínóull og egypskri bómull. Það hentar einstaklega vel í prjónuð og hekluð verkefni, til dæmis föt og fylgihluti fyrir bæði börn og fullorðna. Þá hentar garnið frábærlega fyrir þau sem eru með viðkvæma húð og þau sem ekki þola of þykka og hlýja ull.

Ráðlögð prjónastærð: 2,5-3
Prjónfesta til viðmiðunar:
10 cm = 28 lykkjur á prjóna nr. 2,5
10 cm = 26 lykkjur á prjóna nr. 3

Samsetning Lille Lerke

Samsetning Lille Lerke

53% merínóull
Hlý, mjúk, létt og andar vel

47% egypsk bómull
Silkimjúk, fíngerð en sterk, hnökrar minna en venjuleg bómull, andar vel og gefur glæsilegt yfirbragð

Í hvaða verkefni hentar Lille Lerke?

Í hvaða verkefni hentar Lille Lerke?

Barnafatnað: Vegna mýktar sinnar er Lille Lerke tilvalið í ýmiss konar fatnað á barnið, t.d. peysur, samfellur og húfur.

Léttan fatnað: Það hvað garnið er létt og andar vel gerir það kjörið í verkefni á borð við toppa, sumarpeysur og sjöl.

Fínlegar flíkur: Egypska bómullinn gefur flíkinni glæsilegt og klassískt yfirbragð.

Ýmislegt fyrir heimilið: Lille Lerke er frábært í til dæmis létt teppi og púða.

Gott litaúrval

Gott litaúrval

Lille Lerke kemur í fjölmörgum fallegum litum.