Lerke frá Dale | A4.is

Lerke - vandað og vinsælt garn

Lerke - vandað og vinsælt garn

Lerke frá Dale er hágæðablanda af merínóull og egypskri bómull þar sem einstakir eiginleikar beggja efna sameinast í fullkomnu jafnvægi. Lerke hefur í mörg ár verið vinsælt val þeirra sem hekla og prjóna, enda býður garnið upp á mýkt og þægindi og hentar í fjölmörg verkefni.

Garnið andar vel og er þeim eiginleikum gætt að halda á þér hita þegar þér er kalt og kæla þegar þér er heitt.

Ráðlögð prjónastærð: 4
Prjónfesta til viðmiðunar:
10 cm = 22 lykkjur á prjóna nr. 4

Samsetning Lerke

Samsetning Lerke

53% merínóull
Hlý, mjúk og andar vel

47% egypsk bómull
Silkimjúk, fíngerð en sterk, hnökrar minna en venjuleg bómull, andar vel og gefur glæsilegt yfirbragð

Þolir ullarprógramm í þvottavél, mest 30°C, leggið til þerris

Í hvaða verkefni hentar Lerke?

Í hvaða verkefni hentar Lerke?

Barnafatnað: Vegna mýktar sinnar er Lille Lerke tilvalið í ýmiss konar fatnað á barnið, t.d. samfellur, peysur og húfur.

Peysur og jakka: Lerke hentar frábærlega í léttar flíkur til að nota á vorin og sumrin eða hlýja peysu til að vera í innandyra þegar farið er að kólna.

Ýmsa fylgihluti: Treflar, húfur og vettlingar koma vel út með Lerke í aðalhlutverki.

Ýmislegt fyrir heimilið: Lerke er frábært í til dæmis teppi og púða.

Gott litaúrval

Gott litaúrval

Lerke kemur í fjölmörgum fallegum litum.