


Nýtt
Gagnvirkur skjár i3-Touch ELM2 86"
I310010732
Lýsing
i3TOUCH ELM2 er nýr og öflugur gagnvirkur skjár sem vinnur hratt og örugglega, þökk sé kraftmiklum en einföldum hugbúnaði. Hann er öflugur og sterkbyggður, einfaldur í notkun og hönnun hans er glæsileg. 86"
- Farðu beint í það sem mestu máli skiptir. Með Android 14 stýrikerfinu veitir skjárinn þér einfaldari en hraðari leið til að koma hugmyndum þínum og kynningum á framfæri og öllu því sem skiptir máli.
- Hannaður fyrir skólastofuna. ELM2 uppfyllir nútímaþarfir kennslustofunnar. Meira öryggi, minni orkunotkun, auðveldari í uppsetingu og stöðug afköst
- Uppfært andorid stýrikerfi. ELM2 keyrir android 14 með 8 kjarna örgjörva og 8GB minni. Hann er tilbúin til að keyra uppáhalds forritin þín eða kennsluhugbúnaðinn.
- Hljóðkerfið í skjánum fyllir rýmið af skýru og góðu hljóði og það á öllum stillingar; hvort sem þú vilt hafa hljóðið lágt, miðlungs, eða hátt stillt. Enginn ætti að missa af því að heyra hvað um er að vera.
- ELM2 inniheldur alla helstu hugbúnaði fyrir kennsluna. i3connect Studio sem er auðvelt í notkun i3connect tússtöflu og i3connect allsync fyrir þráðlausas samnýtingu Andraid, Mac OS og Windows
- Veldu a´milli i3Connect eða Google EDLA viðmótsins, allt tilbúið til notkunar beint úr kassanum.
- Skjárinn er með skynjara og kveikir á sér um leið og þú gengur inn í herbergið, dregur allt að 8 metra. Slekkur á sér, (sleep mode) þegar hann er ekki í notkun og sparar þannig orku.
Framleiðandi: i3-Technologies
Eiginleikar