Droplaugarstaðir
Kliður og hávaði var vandamál í matsalnum á Droplaugarstöðum. Forsvarsmenn leitur til sérfræðinga A4 húsgagna sem lögðu til þá lausn að klæða stóran veggflöt í miðjum salnum með Kite, hljóðdempandi einingum frá EFG. Einingarnar eru auðveldar í uppsetningu en þær eru festar með frönskum rennilás á veggplötu.
Kite hljóðdempandi einingar frá EFG
Á Droplaugarstöðum var notast við litapallettu hjúkrunarheimilisins en einfalt er að losa flekana og snúa þeim til að skipta um mynstur. Kite einingarnar koma í nokkrum stærðum og ýmsum regnbogans litum auk þess sem hægt er að hafa þær tvílitar.