Fyrir skapandi líf - A4 | A4.is

Verndaðu augun - og tölvuskjáinn

Skjásía er ómissandi fyrir opna vinnurýmið, heimaskrifstofuna og þig! Það er auðvelt að setja hana upp og taka hana niður ef þess gerist þörf. Hún dregur úr glampa, verndar augun fyrir bláu ljósi sem skjárinn gefur frá sér og með því að þrengja sjónarhornið að skjánum getur enginn lesið á hann nema þú.

Skjásía er frábær þegar unnið er t.d. í opnu vinnurými og afgreiðslu eða þegar unnið er á kaffihúsi eða á ferðalagi. Auk þess verndar hún skjáinn sjálfan gegn rispum og óhreinindum.

Njóttu þess að sitja við tölvuskjáinn, laus við augnþreytu og áhyggjur af því að forvitin augu sjái eitthvað sem er ekki ætlað þeim.

Skjásíur