Fyrir skapandi líf - A4 | A4.is

Egill Þór Sigurðsson, forstjóri A4 ásamt þeim Steingerði Steinarsdóttur og Eddu Jónsdóttur frá Samhjálp og Völu Magnúsdóttur frá A4.

Afhentum Samhjálp styrk upp á 2 millj. kr.

Egill Þór Sigurðsson, forstjóri A4, afhenti í dag Eddu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samhjálpar, afraksturinn af sölu Snjókornsins sem selt var í verslunum A4 fyrir jólin. Snjókornið var unnið úr plasti sem til féll hjá fyrirtækinu og var hugmyndin sú að hægt væri að nýta það sem pakkaskraut, til að hengja á jólatré eða á grein eða í glugga eins og óróa. Snjókorn varð fyrir valinu þar sem ekkert snjókorn er eins, rétt eins og hver einstaklingur er einstakur.

Alls söfnuðust 2 milljónir króna sem renna óskertar til Samhjálpar og munu geta veitt 800 heitar máltíðir til þeirra sem leita á kaffistofu samtakanna en aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár.

Þetta hefði ekki verið mögulegt án okkar frábæru viðskiptavina, sem eru með hjartað á réttum stað, og lögðu söfnuninni lið. Hjartans þakkir!