Ótrúleg ferðasaga Proxis-tösku | A4.is

Skilaði sér í heilu lagi og óskemmd

eftir fall úr u.þ.b. 40.000 metra hæð

Skilaði sér í heilu lagi og óskemmd

eftir fall úr u.þ.b. 40.000 metra hæð

Samsonite hefur lengi verið þekkt fyrir að fara óhefðbundnar og spennandi leiðir þegar kemur að vöruþróun og gæðaprófunum. Nú hefur fyrirtækið slegið algjört met með því að senda Proxis-ferðatösku út í geim og láta hana falla þaðan til jarðar til að sjá hvort hún myndi þola álagið.

Taskan var send  út í geim með loftbelgsgeimfari og látin falla til jarðar úr u.þ.b. 40.000 metra hæð. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár svo það þyrfti að stafla um 540 slíkum til að ná þessari hæð.

Áður var taskan búin að fara í gegnum hefðbundnar prófanir hjá Samsonite svo þar lék enginn vafi á því að hún myndi þola prófraunina. Hins vegar var alls óljóst hvort taskan myndi skila sér niður. En viti menn! Það gerði hún; í heilu lagi og óskemmd. Að sögn sérfræðinga Samsonite voru hvorki sjáanlegar skemmdir né rispur á ytri skel töskunnar, handfanginu eða hjólunum sem tóku þó við mesta álaginu þegar taskan lenti í fjallshlíð við Las Vegas í Bandaríkjunum.

Allt var þetta fest á filmu og afraksturinn má sjá í meðfylgjandi myndbandi.
Skoðaðu úrvalið af Proxis-töskum í vefverslun okkar.