Magnum Eco - Samsonite | A4.is

Hönnuð til að skipta máli

Gerð til að endast

 

Magnum ECO er frábær fyrir ferðalanginn sem vill hafa sterkbyggða, örugga og fallega tösku sér við hlið. Taskan er einstök þar sem hún er ekki með hefðbundnum rennilás, heldur er henni lokað með smellum og læst með þriggja punkta talnalás. Hún er auk þess búin til úr endurunnu efni og framleidd í Evrópu.

Samsonite hefur frá árinu 1910 lagt áherslu á að framleiða vandaðar og sterkar töskur sem gerðar eru til að endast. Nú hefur Samsonite sett á markað nýja tösku, Magnum ECO, sem er einstök að mörgu leyti. Töskunni er ekki lokað með hefðbundnum rennilás heldur er henni lokað með smellum og læst með sterkum talnalás. Það gerir það að verkum að þjófar eiga ekki greiðan aðgang að farangrinum í töskunni, líkt og gerðist t.a.m. á Tenerife fyrir ekki svo löngu síðan þar sem íslenskir ferðamenn urðu fyrir endurteknum þjófnaði á flugvellinum. Smellurnar gera það líka að verkum að vatn á ekki greiðan aðgang að innihaldi töskunnar en hinir hefðbundnu rennilásar geta blotnað auðveldlega og vatn getur lekið meðfram saumunum.

Framleidd með umhverfisvernd og öryggi að leiðarljósi

Samsonite leggur mikið upp úr umhverfisvernd og Magnum ECO er afrakstur áralangrar rannsóknar- og þróunarvinnu fyrirtækisins. Taskan er framleidd með Recyclex®, tækni sem þróuð er af Samsonite, og búin til úr endurunnu plasti. Skelin er úr endurunnu frauðplasti og efnið innan í töskunni er úr endurunnum PET flöskum. Í stærri gerðir Magnum ECO eru til dæmis endurunnar 483 jógúrtdósir og 14 plastflöskur.

Létt og meðfærileg

En þótt Magnum ECO sé sterkbyggð taska  með harðri skel er hún einstaklega létt og meðfærileg, á fjórum hjólum og með sterku, útdraganlegu handfangi. Hún er frábær ferðafélagi og gerir þér kleift að njóta ferðalagsins áhyggjulaus og með stíl. Fimm ára framleiðsluábyrgð er á Magnum ECO.