Öryggi og skemmtun í fyrirrúmi
Börn, stór og smá, nota sífellt meira spjaldtölvur og snjalltæki og það er mikilvægt að hafa réttu aukahlutina til að tryggja öryggi þeirra; bæði barnanna og tækjanna. KidsCover framleiðir heyrnartól og hlífar fyrir spjaldtölvur sem sameina öryggi og skemmtun á einstakan hátt.
KidsCover heyrnartólin eru einstaklega sterk og þola mikið álag. Þau eru hönnuð fyrir börn á aldrinum þriggja til tólf ára, eru létt og örugg og með sterkri snúru sem má skipta út ef svo ólíklega skyldi vilja til að hún yrði fyrir miklu hnjaski. KidsCover heyrnartólin vernda viðkvæm eyru barna fyrir hávaða og hljóðstyrkur fer ekki yfir 85dB til að koma í veg fyrir heyrnarskemmdir af völdum háværrar tónlistar. Þau eru einnig með mjúkum púðum og stillanlegum höfuðböndum og litrík sem gerir þau bæði örugg og skemmtileg í notkun.
KidsCover hulstur fyrir iPad ver hann fyrir hnjaski, höggum og slettum. Hulstrin eru með góðu gripi svo það er auðvelt fyrir litla fingur að halda á þeim, þau eru létt og skemmtileg, litrík og vekja áhuga og athygli barnsins. Með hulstrinu fylgir skjávörn og Kids Stylus penni til að skrifa og teikna með á skjáinn.