Eyrnatappar- A4 | A4.is

Verndaðu heyrnina þína

Vissir þú að heyrnartap er óafturkræft?

Oft áttum við okkur ekki á hávaðanum sem í kringum okkur er og í daglegu lífi geta verið alls konar umhverfishljóð sem við gerum okkur ekki grein fyrir að séu að skaða heyrnina þar sem hávaðinn stendur „bara yfir í stuttan tíma í einu“ o.s.frv. Stundum þurfum við líka einfaldlega að hafa frið fyrir hávaða og umhverfishljóðum, t.d. þegar verið er að einbeita sér við lærdóm eða mikilvægt verkefni í vinnunni, nú eða til að geta sofið vært eftir vaktavinnuna eða án þess að háværar hrotur trufli svefnfriðinn.

Við bjóðum upp á frábært úrval vandaðra eyrnatappa frá Alpine, hollensku fyrirtæki sem byrjaði að sérhanna eyrnatappa fyrir fagmenn í ýmsum greinum árið 1994. Í dag framleiðir fyrirtækið eyrnatappa fyrir atvinnufólk og áhugafólk og allt þar á milli, unga sem aldna! Þú finnur eyrnatappa sem henta til dæmis fyrir tónleikana, mótorhjólarúntinn, verksmiðjuvinnuna, ferðalagið, íþróttaleikinn, flugeldasýninguna og jafnvel sundferðina því Alpine framleiðir einnig vatnshelda eyrnatappa.

Verndaðu heyrnina þína og skoðaðu úrvalið af eyrnatöppunum frá Alpine hér.