Fyrir skapandi líf - A4 | A4.is

Þrjár milljónir söfnuðust hjá A4 fyrir Krabbameinsfélagið
í bleikum október

Við hjá A4 höfum til margra ára styrkt Krabbameinsfélagið í bleikum október sem ár hvert er tileinkaður vitundarvakningu á krabbameinum meðal kvenna. Bæði höfum við selt Bleiku slaufuna í verslunum okkar og vefverslun og gefið hluta af söluandvirði bleikra vara til Krabbameinsfélagsins.

Í ár söfnuðust þrjár milljónir og erum við hjá A4 einstaklega stolt og þakklát fyrir að geta lagt okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm sem snertir líf svo ótal margra.