Umhverfisvænar og fallegar vörur fyrir skjalavistun - A4 frétt | A4.is

Ný lína í vörum fyrir skjalavistun

Umhverfisvæn, falleg - og endurfædd

Snopake eru hágæðavörur þar sem áhersla er lögð á gæði, hagkvæmni, nákvæmni, endingu og áreiðanleika. Límmiðar, skjalageymslur, kórmöppur, netapokar, minnismiðar með lími, yddarar og margt fleira sem nýtist við nám, vinnu, í áhugamálunum og fleira eru á meðal þess sem fyrirtækið framleiðir.

Snopake hefur lagt mikla áherslu á að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið, meðal annars með því að minnka kolefnisspor og draga úr losun frá úrgangi og hefur hlotið ýmsar umhverfisviðurkenningar.

Nú hefur fyrirtækið sett nýja línu á markaðinn, Snopake ReBorn, sem segja má að séu vörur sem eru endurfæddar, eins og nafnið gefur til kynna, þar sem 100% endurunnin og endurvinnanleg efni eru notuð við framleiðsluna.

ReBorn línan kemur í fallegum pastellitum sem minna á fegurð náttúrunnar, er einstaklega vönduð og sterk og umfram allt vistvæn.