Skóladagbækur - A4 | A4.is

Hafðu námsskipulagið á tæru

- og skóladagbókina við höndina -

Hvenær eru verkefnaskil? Hvað þarf að lesa fyrir næsta tíma? Hvenær er næsta próf? Í námi skiptir miklu máli að hafa skipulagið gott svo ekkert mikilvægt gleymist.

Við bjóðum upp á fallegar og stílhreinar skóladagbækur fyrir skólaárið 2024-25, með einni viku á opnu og dagsetningu hvers dags. Íslenskir hátíðisdagar og frídagar eru merktir inn. Fremst er yfirlit yfir hvern mánuð og aftast eru línustrikaðar síður þar sem hægt er að skrifa minnispunkta.

Dagbækurnar koma í tveimur stærðum og þremur litum.  Skoðaðu úrvalið hér.