MULTICOPY ZERO - Kolefnisjafnaður pappír
Multicopy Zero er kolefnisjafnaður úrvalspappír fyrir alla prentara og ljósritunarvélar. Með því að velja Multicopy Zero stuðlarðu að því að uppfylla sjálfbærnimarkmið þín og hjálpar til við að bjarga jörðinni, blað fyrir blað, án þess að skerða útkomuna.
Prent- og heildargæði pappírsins eru ótrúlega góð, hvort sem er í lit eða svarthvítu. Multicopy Zero er með ColorLok® tækni, sem gefur skarpa og skýra útkomu án þess að liturinn klessist eða verði óskýr. Hann er framleiddur samkvæmt ISO 9706 staðli fyrir pappíra sem eiga að endast og hefur mikla mótstöðu gegn því m.a. að rifna og óhreinkast.
Multicopy Zero fæst í stærð A4 og þykktin er 80 g/m2.
Helstu kostir Multicopy Zero:
- Kolefnisjafnaður pappír sem uppfyllir sjálfbærnimarkmið þín
- Sjálfbærasta valið
- 100% endurvinnanlegur og með allar helstu og mikilvægustu umhverfismerkingar
- Skýrari og líflegri litir, þökk sé ColorLok tækninni
- Sjálfbær uppspretta og framleiðsla
- Fyrir hvert tré sem fellur til við framleiðslu pappírsins er 2-3 nýjum trjám plantað