FourFold frá Ocee & Four Design | A4.is

FOURFOLD FRÁ OCEE & FOUR DESIGN

Húsgögn

FourFold frá Ocee & Four Design er samfellanlegt borð á hjólum sem hentar vel í til dæmis skólastofur, fundasali og mötuneyti. Hægt er að fella borðplötuna niður sem auðveldar frágang og geymslu á borðinu þegar það er ekki í notkun eða þarf að rýma fyrir öðru. Þægilegt er að færa borðið til og frá á hjólunum sem eru læsanleg og halda borðinu stöðugu þegar setið er við það.