Húsgögn frá FourDesign

Húsgögn frá FourDesign

Danska fyrirtækið Four Design var stofnað árið 1990. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á umhverfisþáttinn í framleiðslu sinni og er markmiðið að öll húsgögn verði að minnsta kosti 95% endurvinnanleg. Að auki vinnur fyrirtækið eftir ISO 14001 og ISO 9001 stuðlunum sem eru ströngustu mögulegu umhverfisstuðlar varðandi húsgagnaframleiðslu. Fjölbreytt húsgagnaflóra fyrirtækisins hentar vel fyrir vinnustaði, skóla og stofnanir. Úrvalið af stólum, sófum og borðum er einstakt og að auki býður Four Design fjölda lausna þegar kemur að næðissvæðum, fyrirlestrarsölum og útisvæðum. FourCast One stóllinn er ein þekktasta vara fyrirtækisins en hann var frumsýndur árið 2006 og sló strax í gegn. Í kjölfarið hófst útrás fyrirtækisins sem ekki sér fyrir endann á.

Hægt er að nálgast bæklinga frá FourDesign með því að smella hér

Harc Tub stólinn kemur með háu og lágu baki – á snúngs- og sleðafótum. Áklæðaúrvalið er mjög mikið og litaútval svo til takmarkalaust

FourUs sófann er hægt að fá í nokkrum útgáfum, hér er hann eins og hellir – enda heitir þessi útgáfa Cave.  Frábær og einföld lausn til að búa til fundarherbergi t.d. á göngum og í rýmum sem annars nýtast illa.

FourSure kemur í 11 litum og hægt er að fá skelina óbólstraða, með bólstraðri setu eins og hér, bólstraða alveg að innan og heilbólstraða.  Margar útfærslur á fótum eru líka fáanlegar og má segja að einn stóll sé heil fjölskylda af stólum þegar allar útfærslurnar eru komnar saman.  Fallegur, léttur og elegant.

FourSure77 á 4 hjólum er einstaklega léttur og meðfærilegur staflanlegur stóll

FourCast stóllinn er fáanlegur með plast og viðarskeljum.  Hér er bætt við gripgati á bakið svo auðvelt er að lyfta honum upp og hengja undir borðið.  Það auðveldar svo sannarlega öll þrif.