Föndursett Bollar til að mála | A4.is

Tilboð  -25%

Föndursett Bollar til að mála

PD802781

Vantar þig hugmynd að gjöf frá barninu til ömmu og afa? Eða langar þig til að hafa bollann þinn skreyttan eftir þínu höfði? Þá er þetta sett stórsniðugt! Í settinu eru tveir hvítir bollar úr postulíni og þrír postulínspennar í mismunandi litum sem einfalt er að mála með á bollana. Notkun: Hristið pennann 20 sinnum fyrir notkun og þrýstið oddinum síðan varlega á pappír svo oddurinn fyllist af lit. Málið á þurrt og hreint yfirborðið. Látið þorna í 4 klst. og gætið þess að ekkert fari utan í listaverkið á meðan. Herðið í ofni við 220°C í 30  mínútur, slökkvið svo á ofninum og látið bollana standa inni í honum á meðan hann kólnar niður; í u.þ.b. 30 mínútur. Að þessu loknu þolir málningin þvott í uppþvottavél við mest 50°C (nuddið ekki með uppþvottabursta).


  • Fyrir 4ra ára og eldri
  • 2 hvítir bollar
  • 3 postulínspennar: Grænn, rauður, svartur
  • ATH. Málningin ætti ekki að komast í snertingu við matvæli eða vera notuð á svæði þar sem oddhvassir hlutir á borð við hnífa og gaffla geta rispað yfirborðið
  • Merki: Föndur, föndursett, kaffikrús
  • Framleiðandi: Panduro