• Allar vörur

Húsgögn fyrir skóla og vinnustaði

Húsgögn fyrir skóla og vinnustaði

Eromes Marko er hollenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vönduðum húsgögnum fyrir menntastofnanir. Það er eitt af fáum húsgagnafyrirtækjum í Hollandi sem framleiðir allar sínar vörur þar í landi. Þannig skapar fyrirtækið atvinnutækifæri í heimalandinu og minnkar kolefnisspor sitt til muna. Umhverfissjónarmið skipa stóran sess í starfseminni og öll framleiðsla fyrirtækisins fylgir ISO 9001 og ISO 14001 umhverfisstöðlunum. Falleg hönnun, bjartir litir og mikið notagildi einkenna húsgögnin frá Eromes Marko, enda þekkir fyrirtækið nútíma skólaumhverfi og kennsluaðferðir betur en flestir og er þannig hinn fullkomni félagi þegar kemur að því að innrétta skólarými.  

Hægt er að nálgast bæklinga frá Eromes Marko hér

Hér er hægt að skoða Youtube myndbönd frá Eromes Marko