Emott filtpennar | A4.is

EMOTT FILTPENNAR

Vörukynningar

Emott filtpennar eru vandaðir og henta fyrir margskonar teikningar og skriftir

Emott er nýleg pennalína frá heimsþekkta framleiðandanum uni-ball. Hér fer falleg hönnun, gæði og notagildi fullkomlega saman. Pennarnir koma í skemmtilegum pakkningum sem eru líka fallegir pennastandar.

  • Filtpennar með einstaklega endingargóðum og mjúkum 0,4 mm skrifoddi sem hvorki bognar né brotnar.
  • Skrifoddurinn er sérhannaður til að framkalla eins línu hvernig sem þú heldur á pennanum og sama hversu fast þú skrifar
  • Þægilegir í notkun og henta vel í punktabækur (bullet journaling), við skrift, glósur og að teikna.
  • Vatnshelt blek sem fölnar ekki og smitast ekki
  • Litaflóran er einstaklega falleg og koma pennarnir í alls 40 litum
  • Litirnir koma í mismunandi settum með 5, 10 eða öllum 40 litunum. Minni settin innihalda mismunandi liti í hverju setti, og er því hægt að safna upp í 40 lita settið með einu 5-lita setti í einu. 
  • Hér fer falleg hönnun, gæði og notagildi fullkomlega saman

    Óskaðu eftir að prófa Emott litina og finndu hversu vel þeir fara í hendi og hvað það er gott að skrifa með þeim.