Einelti - umræðuspjöld | A4.is

Einelti - umræðuspjöld

AKR20840

Einelti - félagsfærni
Sýnispjöld með myndum af erfiðri hegðun og áhrif sem hún getur haft.

Í settinu eru 20 spjöld í stærðinni 11,5 x 11,5 sm. Spjöldin eru úr gæðaefni, þykk og sterkleg.

Hugmynd og markmið:

Markmiðið með þessu spili er að kenna börnum að taka eftir og þekkja einelti í skóla. Þau læra að koma í veg fyrir einelti. Einnig er tilgangurinn að kenna börnum að takast á við það. Spilið er tæki sem kennarar geta notað til að vinna með efni tengt einelti í hóp, jafnvel löngu áður en það kemur upp.
Spilið er ætlað börnum 4 - 8 ára en hentar vel eldri börnum og jafnvel táningum, en þá er farið dýpra í efnið og sögur af einelti og viðbrögð við því verða að vera við hæfi hópsins.
- Koma í veg fyrir að einelti eigi sér stað.
- Að þekkja fyrstu merki eineltis og koma í veg fyrir að það þróist t.d. útilokun, falskar ásakanir, stríðni, fyrirlitning og árásargirni.
- Að þróa samkennd og virðingu fyrir öðrum.
- Að hvetja til samræðu sem grunn fyrir gott samfélag.
- Að þróa félagsfærni svo börnin þekki einkenni eineltis.
- Að koma í veg fyrir vandræði vegna þröngsýni, útilokunar og mismunar.
- Að skilja þörf á að tilheyra hópi jafningja: að vera viðurkenndur, virtur og þekktur meðal samnemenda.
- Að efla eftirtekt barna svo þau verði betur í stakk búin að koma í veg fyrir og uppræta tilburði eineltis.
- Að börn verði góðir fulltrúar breytinga.

Framleiðandi: Akros