EFG Create hillueiningar og skápar | A4.is

EFG Create hillueiningar og skápar

EFGCREATE

Þessa vöru getur þú skoðað og prófað í sýningarsal húsgagna í Skeifunni 17.

EFG Create frá EFG er skemmtilegar hillueiningar, hannaðar til að skapa fallegt og hvetjandi umhverfi á vinnustaðnum og gefa fallegan svip á heimilið.

EFG Create hefur ótakmarkaða möguleika varðandi form þar sem einingarnar eru skrúfaðar saman á einfaldan hátt. Lítið mál að breyta samstæðunni og engra verkfæra er krafist.

Stærðir eininga:
380x380x380 mm
570x380x380 mm
760x380x380 mm

Litir á járneiningum eru svartur, hvítur eða sementsgrár.
MDF einingar er lakkaðar svartar eða hvítar.
Hurðar og skúffur eru spónlagðar með aski eða lakkaðar svartar eða hvítar.
Járnhliðar eru lakkaðar með svörtum, hvítum, gráum eða sementsgráum lit.
Hægt að velja um sökkul eða láta einingar standa á stillifótum.

Þá er einnig hægt að fá skápa í ákveðnum stærðum í hæð 881 eða 1261 mm og breidd 760 eða 1140 mm.

Hönnuður: Jonas Forsman frá Svíþjóð.

Framleiðandi: EFG
5 ára ábyrgð

Komdu til okkar í sýningarsalinn í Skeifunni 17 til að fá nánari upplýsingar eða sendu okkur línu á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.