Húsgögn frá EFG

Húsgögn frá EFG

EFG, European Furniture Group, er með rætur í Smálöndunum í Svíþjóð. Þetta 130 ára gamla fyrirtæki er í dag einn fremsti framleiðandi Evrópu á skrifstofuhúsgögnum fyrir allar gerðir af skrifstofum. Allar vörur frá EFG eru prófaðar samkvæmt ströngustu gæðastöðlum og mikil áhersla er á sjálfbærni í framleiðslunni. Þar eru höfð að leiðarljósi atriði eins og framleiðsla á endurvinnanlegum húsgögnum, val á umhverfisvænum áklæðum, sparnaður í orkunotkun og sjálfbær innkaup með fullum rekjanleika hráefna. Hönnunin, undir skandinavískum áhrifum, er framúrstefnuleg en á sama tíma klassísk og stenst tímans tönn. Þó framleiðslan sé enn í Tranås í Svíþjóð þá er EFG með söluaðila víða um heim.

 

HideTech fundarborðið er fáanlegt í 4 hæðum og ótal stærðum og áferðum.  Snúrur er hægt að fela í borðfæti.  Woods fundarstólarnir eru þægilegir.  Hátt bakið og armar tryggja góðan stuðning við langar fundarsetur.  Um leið eru þeir léttir og sveigjanlegir sem gerir þá að góðum valkosti

Mingle sófinn er margbreytilegur og hægt að púsla saman á ótal vegu. Með því að velja hátt bak er búið til betra næðisrými, bæði dregur hátt bak úr hljóð- og sjón truflunum.

Chat borðin fást í nokkrum  hæðum og stærðum og leika skemmtilegt hlutverk í margs konar rýmum.

Archie – 100% endurvinnanlegur plaststóll

Archie var hannaður af Carl Öjerstam til að vera umhverfisvænasti plaststóll á markaðnum. Ólíkt öðrum plaststólum inniheldur Archie hvorki glertrefjar né tréflísar og er þannig endurnýtanlegur aftur og aftur. Þetta er vegna þess að Archie er búinn til úr PC/ABS plastblöndu sem hægt er að endurvinna án þess að missa gæði.

10 kostir Archie

– 100% endurvinnanlegt plast 
– Sveigjanleg og klassísk hönnun
– Hágæða framleiðsla 
– Nýtur sín í fjölbreyttum rýmum  
– Möbelfakta fyrir valdar útgáfur 
– Fæst í mörgum útgáfum  
– Mikil sætisþægindi og mýkt í baki 
– Staflanlegur 
– 5 ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum 
– Viðarfætur eru gerðar úr FSC® vottuðum viði (FSC-C009111)*

Bólstraðar útgáfur og P6 Eco Black eru framleiddar með 50% endurunnu efni. Aðeins FSC® vottaður viður* frá ábyrgum skógræktendum er notaður í trégrind Archie. Nokkrar útgáfur Archie eru einnig vottaðar með Möbelfakta sem tryggir háan gæðastuðul og ábyrgist að forðast er að nota hættuleg efni. Slitsterk og sjálfbær hönnun. Mikil þægindi í sætum og fjölbreytt úrval fótagrinda og áklæða gerir Archie að frábæru vali fyrir skrifstofur og hver önnur rými þar sem endingar og gæða er krafist.

Evo er nýjasta hönnun Jonas Forsman.  Viðar stóll sem fáanlegur er með örmum og án sem bindur saman tímalausa skandinavíska hönnun, vistvæna framleiðslu og nýja strauma í hönnun.  Stóll sem kallar á augað í hvaða rými sem er

Chat borðin er hægt að fá í mörgum stærðum, hæðum og litum.  Hér er borðhæðin 72 og 110 til að brjóta upp stemninguna í mötuneyti.

Turnskápur fyrir 2 notendur. Persónuleg hirsla sem tilvaið er að setja á milli skrifborða til auka næði og geyma persónulega muni.