Decibil Note 60x60 hljóðvistareining á vegg | A4.is

Decibil Note 60x60 hljóðvistareining á vegg

JHVEFNOTE

Note

Hönnuðir: Böttcher & Kayser

Innblásin af því hvernig brúnir og horn pappírsblaðs geta stundum brotnað saman eða krumpast fyrir slysni, hafa Böttcher & Kayser leikið sér með þessa hugmynd til að búa til hönnun sem framkallar fíngerða þrívíddarmynd af þessum áhrifum.

NOTE er nýr hljóðpanell á vegg sem hægt er að raða í samhverfar eða óreglulegar uppstillingar til að búa til mismunandi lágmyndir sem framkalla heillandi sjónræn áhrif.

Böttcher & Kayser er hönnnunarstúdíó í Berlín sem stofnað var árið 2007 og starfar á sviði neysluvöru, húsgagna, lýsingar og innanhússhönnunar. Eiga þeir félagar fjölbreytt úrval húsgagna í vöruvali Johanson Design.

Stærð rammans er 60x60x12 (HxBxD) og vegur 4 kg. Járnrammi umlykur fallegt bólstrið. Mikið úrval áklæða og lita eru í boði.

 

Decibil by Johanson hefur verið í samvinnu við eitt af lykilfyrirtækjum í hljóðvistarlausnum, Saint-Gobain Ecophon AB og notar frá þeim Ecophone sem tryggir að bestu mögulegu hljóðísogsefni eru notuð.

Merkið "The Ecophone Inside™" á að tryggja að viðkomandi vara hefur verið þróuð í samvinnu við Ecophone og að notuð séu bestu fáanlegu efni frá því fyrirtæki.

Þannig tryggir Decilbil by Johanson að þeirra hljóðdempandi plötur veita raunverulegan mun á hljóðvist.

Note er með einkunn Class A með tilliti til hljóðupptöku (sound aborption).

Vottað skv. ISO 354:2003 ISO 11654:1997 ISO 20189:2018, Fire EN ISO 11925-2

Möbelfakta


Framleiðandi: Decibel by Johanson

Ábyrgð: 5 ár gegn framleiðslugöllum


Komdu til okkar í Skeifuna 17 og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.