Cubic hljóðvistareining súlur | A4.is

Cubic hljóðvistareining súlur

JHCUBIC

CUBIC 100/200 frá Decibel by Johanson. CUBIC, fjölhæf hljóðvistarsúla sem fæst í tveimur hæðum; 100 cm. og 200 cm. og er hver súla 40x40 cm. að ummáli. Á mörgum stöðum takmarkar arkitektúr herbergis eða byggingar getu til að draga úr hávaða. Það er einmitt þar sem CUBIC er fjölhæfur valkostur. Hægt er að ná fram mismunandi áhrifum með því að setja CUBIC í mismunandi stöður. Settu það í horn og notaðu það sem "bassagildru" eða í miðju herbergi til að bæta raddgæði. Lítil hjól eru undir hverjum CUBIC og málmplatan að ofan og neðan gera CUBIC fullkominn til notkunar sem ræðustóll eða jafnvel sem fráleggsborð í samkvæminu. CUBIC inniheldur mjög öflugt, hljóðdempandi efni Ecophon Inside.

Ecophone Inside er vottað af MÖBELFAKTA.

Hönnuðir: Innanhúss teymi Decibel
Framleiðandi: Decibel by Johanson
Ábyrgð: 2 ár gegn framleiðslugöllum

Komdu til okkar í sýningarsalinn í Skeifunni 17 til að fá nánari upplýsingar eða sendu okkur línu á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.