Húsgögn frá Cube

Húsgögn frá Cube

Cube er danskt fjölskyldufyrirtæki, með höfuðstöðvar í Hammel á Jótlandi. Allt frá stofnun þess árið 1980 hefur yfirlýst markmið fyrirtækisins verið að framleiða húsgögn þar sem saman fara fallegt útlit og mikið notagildi. Cube býður upp á fjölbreytt úrval húsgagna í hæsta gæðaflokki fyrir skrifstofuna, fundaraðstöðuna og kaffi- eða matsalinn. Til viðbótar við staðlað vöruval býður fyrirtækið upp á sérsmíði þegar þess er óskað og auðvitað eru öll húsgögn gæðaprófuð, svo unnt sé að tryggja gæði án undantekninga. Langur endingartími er annað atriði sem er í hávegum haft hjá Cube en hann er tryggður með því að nota eingöngu hágæða efnivið í framleiðsluna. Allt skilar þetta sér svo í fyrsta flokks vinnuaðstöðu fólks við hinar ýmsu aðstæður.

Cube stólar

Upphækanleg borð og vinnuaðstaða úr línunni RAW

S20 - Loungechair

Raw - upphengt hækkanlegt skrifborð

Fundarborð

Cube S20 barstóll

Cube Quadro geymsluskápar

Cube Raw vinnubekkur/borð

Cube Quadro hornskrifborð