Sjónræn samskipti í forgrunni | A4.is

Sjónræn samskipti í forgrunni

Sjónræn samskipti í forgrunni

Sjónræn samskipti eru frábær leið til að deila hugmyndum og upplýsingum og ein af grundvallaraðferðunum til þess. Nobo hefur margra áratuga reynslu af því að hanna sjónrænar lausnir og veita viðskiptavinum sínum tæki og lausnir sem hægt er að aðlaga að þörfum hverju sinni og þróa skýrar áætlanir og markmið.

Stofnandi Nobo, Peter Kent, hannaði heimsins fyrstu flettitöflu á standi árið 1971. Nafn fyrirtækisins er dregið af enska orðinu „notice boards“ eða auglýsingaskiltum. Enn þann dag í dag sérhæfir Nobo sig í vörum sem nýtast frábærlega í sjónrænum samskiptum og til að koma hugmyndum á framfæri og er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu slíkra vara. Þar má til dæmis nefna tússtöflur, flettitöflur, segulmagnaðar glertöflur, auglýsingaskilti og ýmsa fylgihluti.

Nobo hvetur til sköpunar, samstarfs og skýrleika og með því að sameina snjalla og skapandi huga við tjáningarkraft hins sjónræna er einfalt að láta hugmyndir flæða og verða að veruleika.

Vandaðar tússtöflur með sterku yfirborði

Vandaðar tússtöflur með sterku yfirborði

Nobo framleiðir m.a. tússtöflur með emaleruðu yfirborði og segulmagnaðar sem gerir þér kleift að bæði skrifa á þær og festa á þá pappíra með seglum. Töflurnar er hægt að hengja upp á vegg en þær fást einnig í fleiri útgáfum, til dæmis til að hafa á borði.

Emalerað yfirborð hefur verið húðað með glerhúð og því er það harðgert og endingargott. Það er hannað til að þola mikla notkun og því henta tússtöflurnar frá Nobo með emaleruðu yfirborði einstaklega vel í til dæmis skólastofuna og fundarherbergið.

Áður en taflan er tekin í notkun er mikilvægt að strjúka yfir hana með blautri tusku (nota bara kalt vatn). Einnig er mikilvægt að hreinsa yfirborðið reglulega til að koma í veg fyrir skýjamyndun og minnka líkur á að litablettir verði eftir á töflunni. Með góðri umhirðu endist taflan vel og lengi.

Move & Meet - fundir á ferðinni

Move & Meet - fundir á ferðinni

Move & Meet er lína frá Nobo þar sem áhersla er lögð á hreyfanleika. Línan er hönnuð með það fyrir augum að hámarka samvinnu og sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem auðvelt er að deila hugmyndum og halda gagnvirka fundi.

Move & Meet eru töflur með segulmögnuðu yfirborði á báðum hliðum og á undirstöðu með hjólum svo auðvelt er að flytja þær á milli staða. Einnig er hægt að taka þær af undirstöðunni og láta þær standa upp við vegg eða nota þær sem skilrúm. Sumar töflur í línunni hafa 360° snúning svo hægt er að nota báðar hliðar með lítilli fyrirhöfn.

Með Move & Meet verður samstarfið sveigjanlegt og nýstárlegt, sem hentar vel í nútímavinnuumhverfi þar sem teymi þurfa oft að geta unnið saman á mismunandi stöðum og jafnvel með litlum fyrirvara.

Framtíðarsýn, markmið og skuldbinding

Framtíðarsýn, markmið og skuldbinding

Framtíðarsýn Nobo: Að umhverfið á sérhverjum vinnustað sé skýrt og skapandi og þar ríki góð samvinna.

Markmið: Markmið Nobo er að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi gæðavöru, vera í stöðugri framþróun og leiðandi sem alþjóðlegt vörumerki fyrir sjónrænar samskiptalausnir.

Skuldbinding Nobo: Nobo leggur áherslu á að framleiða vörur sem skila sjónrænum skýrleika og gerir sér grein fyrir krafti samvinnu, hugmyndasköpunar og upplýsinga sem veitir tækifæri til miðlunar á áhrifaríkan hátt á hvaða vinnustað sem er.

Ábyrgð í alþjóðlegu samfélagi

Ábyrgð í alþjóðlegu samfélagi

Móðurfélag Nobo, ACCO Brands, hefur skuldbundið sig til að draga úr umhverfisáhrifum sínum og stuðla að sjálfbærum starfsháttum og sett sér markmið um að lágmarka umhverfisáhrif með því að bæta orkunýtingu, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu í framleiðsluferlum sínum.

ACCO Brands leggur einnig áherslu á að þróa vörur sem styðja við sjálfbærni og uppfylla væntingar viðskiptavina um umhverfisvænar lausnir.

Framleiðsla Nobo er alþjóðleg að umfangi og fyrirtækið leggur mikið upp úr því að sýna ábyrgð í hinu alþjóðlega samfélagi; meðal annars með því að haga framleiðslunni þannig að dregið sé úr kolefnisfótspori án þess þó að það komi niður á gæðum.