Faber-Castell | A4.is

Löng og farsæl saga Faber-Castell

Löng og farsæl saga Faber-Castell

Faber-Castell er einn elsti og þekktasti framleiðandi ritfanga og listavara í heimi og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í níu kynslóðir. Löng og farsæl saga fyrirtækisins og vönduð framleiðsla hefur fyrir löngu gert það að uppáhaldi meðal til dæmis listamanna, rithöfunda og nemenda um allan heim.

Faber-Castell var stofnað í Stein, Þýskalandi, árið 1761 af Kasper Faber, þýskum smiði og kaupsýslumanni. Til að byrja með framleiddi það blýanta sem voru handunnir af Faber sjálfum og urðu strax eftirsóttir vegna gæðanna. Barnabarnabarn Faber, Lothar von Faber, tók við fyrirtækinu árið 1839 og breytti því í nútímalegt iðnaðarfyrirtæki. Undir hans forystu stækkaði fyrirtækið vöruúrval sitt og skapaði sér gott orðspor fyrir gæði og nýsköpun.

Fjölbreytt vöruúrval tryggir að allir finna eitthvað við sitt hæfi og með því að leggja áherslu á sjálfbærni er Faber-Castell í stakk búið til að halda áfram velgengni sinni fyrir komandi kynslóðir.

Grip 2001 - sterkur og flottur

Grip 2001 - sterkur og flottur

Grip 2001 er vinsæll og margverðlaunaður blýantur sem sameinar bæði nýstárlega hönnun og framúrskarandi virkni. Hann er þekktur fyrir sitt einstaka, þríhyrnda grip sem tryggir þægindi og að þú þreytist síður í hendinni þótt þú skrifir mikið og lengi í einu.

Blýið, úr grafíti, er sterkt og með góðu brotþoli. Hægt er að fá Grip 2001 með mismunandi hörkum á blýinu.

Yfirborð blýantsins er húðað með möttu lakki og hefur einstaklega fallega og nútímalega áferð. Það sem einkennir yfirborðið, og blýantinn, eru litlu punktarnir sem gefa gott grip og eru meðal annars ástæðan fyrir því að blýanturinn hefur notið mikilla vinsælda hjá börnum, nemendum og öllum þeim sem skrifa mikið eða teikna.

Litir fyrir listamenn á öllum aldri

Litir fyrir listamenn á öllum aldri

Faber-Castell framleiðir liti af öllum gerðum fyrir listamenn, fagmenn jafnt sem leikmenn á öllum aldri, t.a.m. vaxliti, tréliti og tússliti.

Vaxlitir eru ómissandi fyrir yngstu listamennina og hægt er að fá litina með extra þykku og þríhyrndu gripi sem hentar litlum fingrum vel.

Black Edition fást bæði sem trélitir og tússlitir. Trélitirnir eru gerðir úr afar vönduðum svörtum við úr sjálfbærri skógrækt Faber-Castell, með extra mjúku en nær óbrjótanlegu blýi, og njóta sín frábærlega, líka þegar þeir eru notaðir á dökkan eða jafnvel svartan pappír. Black Edition tússpennarnir eru með vönduðum oddi úr filti og henta frábærlega fyrir þau sem vilja teikna og lita með sveigjanlegri oddi. Línubreiddin fer eftir því hvernig haldið er á pennanum svo listamaðurinn stjórnar henni sjálfur. Þannig henta pennarnir fullkomlega hvort sem verið er að leggja áherslu á eitthvað sérstakt eða lita stærri svæði.

Polychromos-trélitirnir hafa verið vinsælir um langt árabil hjá fagmönnum jafnt sem leikmönnum enda skína gæðin í gegn við notkun þeirra. Litirnir eru sýrulausir, vatnsheldir og kámast ekki. Polychromos-trélitirnir eru í hæsta gæðaflokki og hafa verið notaðir af listamönnum um allan heim frá árinu 1908.

Pitt Artist - spennandi möguleikar

Pitt Artist - spennandi möguleikar

Pitt Artist eru vinsælir og afar vandaðir pennar, með djúpum og sterkum lit og koma vel út á bæði hvítum, svörtum eða lituðum pappír. Þeir eru fáanlegir í mörgum litum og með mismunandi oddum. Blekið er sýrufrítt og dregst ekki til ef skrifað er eða teiknað ofan í aðrar línur svo það er tilvalið í útlínur þegar verið er að skrifa skrautskrift eða teikna skissur.

Það sem gerir pennana frábrugðna öðrum listapennum, til dæmis þeim sem eru með alkóhólbundnu bleki, er að blekið í Pitt Artist er svokallað 100% pigmented India ink, unnið úr fínmöluðum, hreinum litaefnum sem eru leyst upp í vökva, yfirleitt vatni. Með 100% pigmented er átt við að liturinn í blekinu sé úr náttúrulegum litarefnum en ekki búinn til úr öðrum litarefnum eða viðbótarefnum sem hafa mikil áhrif á útkomuna, endingu og fjölhæfni.

Pennarnir henta til dæmis frábærlega í teikningar, til að skreyta gesta- og myndabækur eða skrifa á boðskort. Þar sem þeir eru sýrufríir er óhætt að nota þá í minningabækur. Pennarnir fást með mismunandi oddum og hægt er að beita þeim á ólíkan hátt til að teikna fíngert skraut eða breiðari línur. Þá er hægt að blanda litunum saman og skapa þannig skemmtilega skugga og nýja liti.

Sjálfbærni og umhverfisvernd

Sjálfbærni og umhverfisvernd

Faber-Castell leggur mikla áherslu á umhverfisvernd og notar t.a.m. FSC-vottaðan við í vörur sínar, sem framleiddur er í vottaðri sjálfbærri skógrækt sem er í eigu fyrirtækisins, og endurunnið plast í pennahylki. Gripið hefur verið til fjölda orkusparandi ráðstafana í framleiðslustöðvum fyrirtækisins og það t.d. náð að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 30% frá árinu 2006.

Fyrirtækið hefur einnig skuldbundið sig til líffræðilegrar fjölbreytni, endurnýjanlegrar orku, varðveislu auðlinda, jafnra tækifæra og fjölbreytileika.

Faber-Castell lítur á sig sem lykilaðila í hagkerfinu þar sem aðgerðir þess hafa veruleg áhrif, bæði á umhverfi og samfélag.