Fyrir skapandi líf - A4 | A4.is

Ending, þægindi og notagildi

á verði fyrir alla

Ending, þægindi og notagildi

á verði fyrir alla


American Tourister er einn elsti og þekktasti framleiðandi ferðavara í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað árið 1933 með það fyrir augum að bjóða upp á hagkvæmar en endingargóðar ferðatöskur sem allir, en ekki einungis þeir efnameiri, gætu leyft sér að kaupa.

Vinsældir merkisins jukust gríðarlega eftir því sem auðveldara varð fyrir fólk að ferðast og flugferðum fjölgaði því léttar töskur, nýstárleg efni og gæði féllu vel í kramið hjá ferðalöngum.

Vöruúrval American Tourister er fjölbreytt og enn er mikil áhersla lögð á að hafa gæði í fyrirrúmi þar sem ending, þægindi og notagildi fara saman. Fyrirtækið leggur auk þess mikla áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni og notar til dæmis endurunnar plastflöskur við framleiðsluna.

Brautryðjandi í framleiðslu nýrra efna

Brautryðjandi í framleiðslu nýrra efna

Sol Koffler stofnaði American Tourister árið 1933 í Providence, Rhode Island í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var farangur oft dýr og óaðgengilegur fyrir almenning og ferðalög ekki eins einföld og sjálfsögð og þau þykja í dag.

Sjálfur hafði hann fengið nasaþef af framleiðslu ferðataska sem í þá daga voru unnar úr þunnum ræmum af viði og krossviði sem límdar voru saman og síðan klæddar með annaðhvort pappír eða dúk fyrir ódýrari gerðirnar en með leðri fyrir þær dýrari. Koffler var ákveðinn í að bæta um betur og framleiða endingargóða og vandaða ferðatösku sem allir hefðu efni á að eignast og verðmiðinn á töskunni var einn dollari.

Fyrstu árin voru töskurnar gerðar úr þykkum og slitsterkum efnum en með tímanum þróaði fyrirtækið léttari og notendavænni töskur til að mæta þörfum ferðalanga sem í æ meiri mæli voru farnir að ferðast með lestum og flugvélum. American Tourister varð t.a.m. fyrst til að hanna ferðatöskur úr vínilefni og harðskeljatöskur sem áttu eftir að vekja mikla athygli vegna þess hvað þær þoldu mikið álag.

American Tourister - falleg undir pressu

American Tourister - falleg undir pressu

Óhætt er að segja að auglýsing American Tourister frá árinu 1971 hafi gert fyrirtækið ódauðlegt þar sem górilla sýndi svo ekki var um villst að ferðataskan sem hún meðhöndlaði harkalega var ákaflega slitsterk.

En meðferð górillunnar á ferðatöskunni frá American Tourister var ekki eini vitnisburðurinn um það að fyrirtækið legði mikla áherslu á að framleiða ferðatöskur sem myndu endast því fjölmargar reynslusögur viðskiptavina voru til vitnis um það.

Fyrirtækinu bárust bréf frá ferðalöngum sem sögðu ótrúlegar sögur af ferðatöskum þeirra sem höfðu lent í hinu og þessu og varla sést á þeim þrátt fyrir að hafa jafnvel orðið undir bíl.

Sögurnar nýtti American Tourister í skemmtilegar auglýsingar sem vöktu mikla og verðskuldaða athygli.

The Gorilla Test - auglýsingin fræga frá árinu 1971:

Töskur af öllum stærðum og gerðum

Töskur af öllum stærðum og gerðum

American Tourister sameinaðist öðrum þekktum og vinsælum framleiðanda í ferðavöruiðnaðinum árið 1993, Samsonite. Sameiningin jók alþjóðlega útbreiðslu fyrirtækisins og breikkaði vöruúrvalið.

Í dag framleiðir fyrirtækið enn vandaðar og endingargóðar ferðatöskur af öllum stærðum og gerðum: Ferðatöskur, handfarangurstöskur, bakpoka, töskur á hjólum, með útdraganlegu handfangi, léttar, mjúkar eða harðar með nýstárlegri hönnun, fjölbreytt litaúrval og ýmiss konar þemu. Það leggur enn áherslu á spennandi vöruþróun og að bjóða upp á úrval sem hentar fjölbreyttum hópi ferðalanga.

American Tourister hefur einnig lagt áherslu á skrautleg og áberandi myndefni, t.d frá Disney og Marvel, og þær töskur hafa verið mjög vinsælar hjá ungu fólki og fjölskyldum.

Sjálfbærni og umhverfisvernd

Sjálfbærni og umhverfisvernd

American Tourister hefur lagt mikla áherslu á að leggja sitt af mörkum þegar kemur að umhverfisvernd og sjálfbærni og notar í síauknum mæli endurunnin efni við framleiðsluna.

Til dæmis hefur það notað Recyclex™, efni sem unnið er úr a.m.k. 50% endurunnum plastflöskum. Frá árinu 2018 hafa um 68 milljón plastflöskur farið í framleiðsluna í stað þess að fara í landfyllingar.

Einnig framleiðir fyrirtækið töskur úr 100% Polypropylene sem er 100% endurvinnanlegt og hefur lægra kolefnisfótspor en mörg önnur plastefni.

Með því að leggja áherslu á að töskurnar séu sterkar og endingargóðar dregur American Tourister úr sóun þar sem ekki þarf að endurnýja töskurnar jafn oft og ella. Á töskunum er einnig alþjóðleg ábyrgð gegn framleiðslugalla.

Ótrúlegar sögur af því sem ferðatöskur frá American Tourister hafa þolað