Blå Station BOB einingasófi, margar útfærslur | A4.is

Nýtt

Blå Station BOB einingasófi, margar útfærslur

BLAVEFBOBS87

BOB frá Blå Station

Margverðlaunað sófakerfi frá sænska framleiðandanum Blå Station hefur sannarlega hitt beint í mark frá því hann kom á markað árið 2017 og er stöðugt í framþróun. Hannaður af þeim  Thomas Bernstrand og Stefan Borselius er BOB í raun stórt sófakerfi sem býður upp á nánast ótakmarkaða möguleika, smíðað úr sem fæstum einingum. Þar sem venjulegir sófar eru yfirleitt rétthyrndir, ferkantaðir og fyrirsjáanlegir, býður BOB upp á arkitektúrfrelsi til að annað hvort skora á eða aðlagast alls kyns rýmum.

Hafðu BOB beinan eða með mjúkum sveigjum. Bættu við hárnálabeygju. Láttu BOB bylgjast yfir rýmið þitt eða búðu til beinar línur. Langar eða stuttar. Bara fáar eða margar einingar.

Hver venjuleg BOB-sófaeining er með aðeins 26 sentímetrar sem breiðasta mál og BOB er auðskilið og afar sveigjanlegt sófakerfi. Og hvaða annar sófi getur vaxið um 26 cm í einu? Án nokkurrar „bakhliðar“ snýr BOB fallega í allar áttir, sem veitir enn fleiri möguleika fyrir innanhússhönnun.

BOB er með trégrind, mótaðan pólýúretan svamp, og klæddur með efnisáklæði eða leðri. Sökkull er svartlakkað tré með möguleika á hækkun í 46 cm. sethæð en standard sethæð er 40 cm.

Helstu mál eru:

Sethæð (standard): 40 cm.

Vídd einingar: 26 cm.

Setdýpt: 59 cm.

Mikið úrval áklæða og leðurs í boði í mismunandi verðflokkum.

BOB er með Möbelfakta og Greenguard Gold vottanir.

 

Framleiðandi: Blå Station

Ábyrgð: 2. ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum

 

Komdu til okkar í sýningarsalinn í Skeifunni 17 til að fá nánari upplýsingar eða sendu okkur línu á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.