Blæti fyrir 18 ára og eldri | A4.is

Blæti fyrir 18 ára og eldri

EMM000004

ATH. Spilið er stranglega bannað börnum undir átján ára. Spilið inniheldur spjöld sem tengjast t.d. glæpum og kynlífi. Hér lýsa leikmenn spjöldum með hljóði og leik en ekki má segja nein orð. Og það sem meira er; það þarf að keppa við tímann í leiðinni.


  • Fyrir 18 ára og eldri
  • Fjöldi leikmanna: 4-8
  • Spilatími: 30 mínútur
  • Höfundur: Emmsjé Gauti
  • Merki: Partíspil, partýspil, íslensk spil, spil fyrir fullorðna


AÐFERÐ: Skiptið leikmönnum í lið og setjið svo spilin á borðið í stokk. Liðin skiptast á að gera; annar liðsfélaginn dregur spil en hinn giskar. Nota má hljóð og leika með höfðinu en það má ekki leika með skrokknum, nota orð eða teikna. Hvert lið fær mínútu til að ná eins mörgum spjöldum og hægt er og það er tilvalið að nota t.d. snjallsíma til að taka tímann. Rétt svar gefur eitt stig en eitt stig er dregið af liðinu í hvert sinn sem leikmaður segir pass. Þegar stokkurinn klárast eru stigin talin saman og það lið sigrar sem stendur uppi með flest stig.